Dalvíkurskóli auglýsir eftir umsjónarkennurum

Við erum að leita að frábærum umsjónarkennurum, frá 1. ágúst 2014, í okkar öfluga starfsmannahóp í Dalvíkurskóla. Okkar vantar kennara bæði á yngra og eldra stig. 

Gildi Dalvíkurskóla eru: Þekking og færni, virðing og vellíðan

Dalvíkurskóli vinnur samkvæmt hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar, við erum Grænfánaskóli, erum að þróa kennslu í aldursblönduðum hópum og leggjum mikla áherslu á skólaþróun.

Menntunarkröfur:

  • Réttindi til kennslu í grunnskóla.
  • Framhaldsmenntun er kostur.

Hæfniskröfur:

  • Mikill áhugi á að leita nýrra leiða í skólastarfi.
  • Hefur á valdi sínu fjölbreyttar kennsluaðferðir
  • Þekking á kennslu- og uppeldisfræði.
  • Áhugi á kennslu og vinnu með börnum.
  • Frumkvæði og samstarfsvilji.
  • Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum.
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Gleði og umhyggja.
  • Reglusemi og samviskusemi.
  • Hreint sakarvottorð.


Umsóknarfrestur er til 1. april nk.


Nánar um skólann á heimasíðu: http://www.dalvikurbyggd.is/dalvikurskoli  

Upplýsingar gefur Björn Gunnlaugsson skólastjóri í síma 460-4983 eða bjorn@dalvikurbyggd.is .

Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið bjorn@dalvikurbyggd.is  og verður móttaka umsókna staðfest.