16. nóvember, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, er dagur íslenskrar tungu og verður ýmislegt gert í skólanum til að halda upp á daginn. Nemendur hafa verið að læra ljóð Jónasar, fræðast um skáldskap hans og ævi. Nemendur eldra stigs munu í sameiningu manngera hLJÓÐAorm sem smýgur á milli bókahilla, borða og stóla í Bergi kl. 12:30. Sjón er sögu ríkari.
Dagur íslenskrar tungu markar einnig upphaf Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er í 7. bekk ár hvert og Litlu upplestrarkeppninnar sem haldin er í 4. bekk.
Þennan dag mun mennta- og menningarmálaráðherra heimsækja skóla í Dalvíkurbyggð ásamt fylgdarliði. Ráðherra verður í skólanum frá 10:50-11:40. Að lokum minnum við á hátíðardagskrá í Bergi kl. 15:00 í tilefni dagsins, en þar verða verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent.