Í teyminu 1,2 og nú, teymi fyrsta og annars bekkjar héldum við upp á Dag íslenskrar náttúru 16. sept, með því að vinna verkefni um náttúruna. Fórum upp í gróðarreitinn Bögg, þar sem krakkarnir þurftu að vinna í pörum eftir ákveðnum fyrirmælum. Þau áttu að finna laufblöð, blóm, sveppi, strá og köngla, ákveðinn fjölda af hverju. Þegar heim var komið flokkuðu krakkarnir innihald pokans og áttu að skrá það niður. Síðan áttu þau að mæla lengsta stráið og skrá. Að þessu loknu völdu þau sér eitt laufblað til að vinna áfram með. Laufblöðin voru þurrkuð, síðan í dag fengu krakkarnir fræðslu um trjátegundir og gerðu blöðung um sitt laufblað. Krakkarnir stóðu sig afar vel í þessari vinnu og varð afraksturinn mjög flottur hjá þeim. Meðfylgjandi myndir sýna hluta af þessari vinnu.