Í Frakklandi er 6. desember dagur heilags Nikulásar. Þar sem þennan dag var bæði frönskuval og heimilsfræðival tóku kennarar þá ákvörðun um að sameina þessar tvær valgreinar. Í frönskustofunni fengu allir stutta fræðslu um dýrlinga og uppruna heilags Nikulásar sem er fyrirmynd ameríska jólasveinsins, Santa Clause. Í Alsace í Frakklandi er hefð fyrir því að drekka heitt súkkulaði þennan dag, borða mandarínur, kryddbrauð og svokallaða Mannala, sem eru brauðkallar. Nemendur í heimilisfræði undirbjuggu Nikulásarkaffi og buðu síðan frönskunemum.