Nú fyrir páska var árshátíð Dalvíkurskóla haldin með pompi og prakt samkvæmt hefð. Þema árshátíðarinna að þessu sinni var „SÖNGLEIKIR“ og völdu bekkirnir sér leikrit úr ýmsum áttum, allt frá Dýrunum í Hálsaskógi til Mamma Mia – með viðkomu hjá Dóru landkönnuði. Óhætt er að segja að sýningin hafi slegið í gegn, aðsóknarmet var sett og voru sýningargestir sammála um að hér hafi verið frábær skemmtun á ferðinni. Sýningin var afrakstur mikillar vinnu nemenda og starfsfólks en þrotlausar æfingar höfðu farið fram í skólanum í nokkrar vikur fyrir sýningu. Mikill metnaður var lagður í atriðin, bæði leik og söng, að ógleymdum frábærum búningum og vandaðri förðun.
Starfsfólk og nemendur þakka áhorfendum fyrir komuna og hlakka til að sjá ykkur á næstu árshátíð.
Hér má sjá myndir frá árshátíðinni.