Sú skemmtilega hefð hefur skapast síðustu ár að eldri borgarar hafa boðið nemendum yngri deildar Dalvíkurskóla að koma í heimsókn í Mímisbrunn og spila saman eina kennslustund. Markmið þessa samstarfs er fyrst og fremst að kynslóðirnar eigi góða stund saman og að nemendur kynnist eldri borgurum og samfélaginu betur. Þá eru spil góð leið til að efla stærðfræðikunnáttu barnanna. Þessa viku hafa nemendur úr 1.-6. bekk farið í heimsókn í Mímisbrunn og átt þar góða stund við spjall og spil. Hér eru nokkrar myndir frá heimsókn 1. bekkjar.