Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 9. október kl. 17. Á fundinn kemur Aðalheiður Sigurðardóttir og verður með klukkustundarlangt erindi um hegðun, hér má nálgast upplýsingar um Aðalheiði og hennar störf.
Í fyrirlestrinum mun Aðalheiður leiða okkur inní þá hugarfarsbreytingu sem á sér stað í heiminum um hvernig við skiljum og mætum hegðun, vegna aukinnar þekkingar á taugakerfinu. Fjallað verður um helstu áhrifavalda taugakerfis í uppnámi og hvernig við getum fyrirbyggt og mætt barni í tilfinningalegu uppnámi. Fyrirlestrinum er ætlað að auka hæfni þátttakenda til þess að undrast yfir erfiðri hegðun og veita jafnframt praktísk ráð og innblástur að kærleiksríkri tengslamyndun.
Að loknu erindinu verður aðalfundur foreldrafélagsins með hefðbundnu sniði. Við hvetjum alla foreldra til að mæta, hlusta á fróðlegt erindi um hegðun og taka þátt í starfi foreldrafélagsins.