Þann 26. nóvember hélt foreldrafélagið aðalfund á sal skólans. Hér að neðan er fundargerðin.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
Jolanta Brandt sagði frá starfi félagsins á árinu. Stjórnina skipuðu: Jolanta Brandt, formaður, Ragnheiður Haraldsdóttir, Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, Ingimar Guðmundsson, Sunna Bragadóttir, Kristín Svava Stefánsdóttir. Félagið rukkaði inn félagsgjöld og borguðu nánast allir árgjaldið. Félagið fékk Þorgrím Þráinsson til að halda fyrirlestur fyrir foreldra og færði bókasafni skólans spil, keypt voru heyrnartól og hleðslutæki fyrir nemendur og bækur um upplýsingatækni. Reikningar fyrir árgjald í foreldrafélaginu verða verða sendir út í janúar 2020. Skýrsla samþykkt.
2. Reikningar
Tekjur félagsins af félagsgjöldum voru 240.00 kr. og 26. nóvember átti félagið 310.751 kr. á reikningi. Reikningar samþykktir
3. Lagabreytingar
Engar lagabreytingar.
4. Kosningar
Kristín Svava er hætt í foreldrafélaginu og í hennar stað var kosin Kristín Heiða Garðarsdóttir. Jolanta lét af formennsku og í stað Sunnu kom Freyr Antonsson nýr inn í stjórn og var jafnframt kosinn formaður.
5. Önnur mál
Samþykkt var að félagið kaupi stressteyjur fyrir nemendur að verðmæti 60.000 í samráði við iðjuþjálfa og pólskar bækur fyrir bókasafnið.