Um miðjan apríl tók 9. bekkur þátt í árlegri stærðfræðikeppni sem Menntaskólinn á Tröllaskaga og Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra halda fyrir nemendur í 9. bekk á Norðurlandi vestra, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. 15 nemendur komast í úrslit keppninnar sem haldin verða í MTR mánudaginn 13. maí kl. 13:00.
Við í Dalvíkurskóla erum stolt af því að eiga fjóra nemendur sem komust í úrslit. Þetta eru þau Karl Vernharð, Júlíana Björk, Katla Dögg og Yrja Mai. Dalvíkurskóli óskar þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur.