Nemendur 4. bekkjar buðu fjölskyldum sínum á enskan veitingastað mánudaginn 13. maí. Þetta var hluti af enskuverkefni þar sem við höfum verið að læra um matvæli og borðbúnað undanfarnar vikur. Við samþættum verkefnið einnig við tölvufræði og stærðfræði. Við útbjuggum matseðla og pöntunarseðla í tölvufræði og tókum við greiðslum fyrir matinn í formi kennslupeninga sem lágu í umslagi á hverju borði. Hver nemandi kom með lasagne, pizzu eða kjúkling, ásamt meðlæti og sáu nemendur jafn framt um að leggja á borð og blanda drykki. Nemendur skiptu með sér hlutverkum, sumir tóku á móti gestum og vísuðu til borðs, aðrir þjónuðu til borðs og enn aðrir voru í eldhúsinu og sáu um að setja mat á diska.
Flest öll samskipti fóru fram á ensku og voru foreldrar, kennarar og nemendur bekkjarins afar ánægðir með hvernig til tókst.
Við, kennarar og nemendur, erum afar þakklát og ánægð með hversu góðar viðtökur enski veitingastaðurinn okkar fékk hjá fjölskyldum okkar og þökkum þeim kærlega fyrir komuna, sem og hjálp við frágang.
Sjá myndir.
Menu
Welcome to our restaurant
Chicken with rice and salad 1000 kr
Pizza with ham and cheese 1000 kr
Pizza with meat and vegetable 1000 kr
Lasagne with salad and
rice or bread 1000 kr
salad/ rice/ bread 250 kr
Drinks
Water 50 kr
Pineapple juice 250 kr
Apple juice 250kr
Orange juice 250kr