Við í 4. bekk vörðum fjórum síðustu vikum í vinnu með Astrid Lindgren og skáldverk hennar. Við lásum upp úr nokkrum bókum hennar og unnum margvísleg verkefni í tengslum við þær, til dæmis gerðum við hugarkort, orðaskjóðu og krossorðaglímur samkvæmt kennsluaðferðinni Orði af orði, skrifuðum sögur og ljóð, horfðum á kvikmyndir, kepptum í spurningakeppni, skoðuðum vefinn astridlindgren.se, útbjuggum fróðleiksmola og máluðum stórar myndir af Línu Langsokk og hestinum hennar. Samhliða þessari vinnu undirbjuggum við svo árshátíðaratriðið okkar og lékum það á árshátíð skólans. Við settum upp leikrit um Madditt og Betu á Sólbakka og stóðum okkur afbragðsvel. Þemanu lauk svo með því að hvert og eitt okkar bjó sér til bók sem inniheldur öll verkefnin úr þemanu. Þetta voru stórskemmtilegar vikur og við lærðum heilan helling um Astrid Lindgren og frábæru bækurnar hennar. Hér má sjá myndir.