Nemendur og kennarar 4. bekkjar ákváðu að gera sér glaðan dag í tilefni þess að jólin eru á næsta leyti og heimsóttu kaffihúsið Berg og Bókasafn Dalvíkurbyggðar. Þar fengum við að sjálfsögðu frábærar móttökur, gæddum okkur á súkkulaðihnútum og heitu kakói og hlustuðum á Laufeyju lesa fyrir okkur úr nýjum barnabókum. Í lokin var svo frjáls tími til að skoða og lesa bækur, leika sér með tuskudýrin og kúldrast saman í grjónapúðunum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var þetta ljómandi góð ferð. Takk kærlega fyrir okkur.