Fyrir stuttu örkuðum við í 1.EoE upp í Skógarreit og vörðum morgninum þar við leik og ærslaskap. Við klifruðum í trjánum, tíndum köngla, fórum í feluleik og nutum þess að vera úti í náttúrunni. Einnig völdum við okkur tré sem við ætlum að vitja nokkrum sinnum næstu mánuðina og fylgjast með hvernig það breytist. Nokkrir foreldrar höfðu útbúið nesti handa okkur og þótti okkur mjög skemmtilegt að fá að borða og drekka úti. Þessi ferð var farin í tengslum við vinnu okkar með bókina Á bak við hús - vísur Önnu en hún kennir okkur að það er ekki nauðsynlegt að eiga troðfullt herbergi af leikföngum því náttúran býður upp á mörg skemmtileg tækifæri til leiks. Við í 1.EoE erum sammála því. Hér getur þú séð myndir úr ferðinni.