Fimmtudaginn 18. okt fóru nemendur úr 1. bekk Dalvíkurskóla og Árskógarskóla í heimsókn í Promens. Felix lögga labbaði með okkur í Promens, fór yfir umferðarreglurnar og stoppaði svo bíl þar sem ökumaður var ekki í belti. Vakti þetta mikla lukku hjá nemendum. Í Promens fengu nemendur að skoða verksmiðjuna, fóru í þrautabraut sem endaði þar sem öll börnin 27 fóru ofan í eitt kar. Starfsfólk Promens gaf nemendum endurskinsvesti, prins póló og trópí.
Heimsóknin gekk mjög vel og voru nemendurnir kurteisir og prúðir. Hér eru nokkrar myndir.