Mánudaginn 4. október fór 1. Bekkur EoE í Dalvíkurskóla í heimsókn í Promens/Sæplast og slóst Felix lögga með okkur í för. Á leið okkar í Promens fór Felix yfir nokkrar umferðarreglur með okkur. Þegar við komum á áfangastað tóku Sævaldur og Hilmar á móti okkur og kynntu fyrir okkur hvað Promens væri einna helst að framleiða. Við byrjuðum á að fara í þrautabraut sem búið var að útbúa fyrir okkur úr alls konar körum og rörum. Næst fengum við að fara í skoðunarferð um fyrirtækið og sáum meðal annars stóra ofninn sem notaður er til að baka pizzur fyrir Fiskidaginn en þegar við sáum hann var hann að baka stórt kar og við sáum líka þegar karið kom út úr ofninum og þegar það fór inn í stóra kæliklefann. Síðan sáum við mörg kör sem voru komin misjafnlega langt í framleiðslunni, sum voru enn duft en önnur full mótuð kör. Eftir skoðunarferðina var okkur boðið upp á súkkulaðistykki og svala. Í lok heimsóknarinnar fengum við endurskinsvesti að gjöf frá fyrirtækinu. Þessi vesti munum við síðan að sjálfsögðu nota þegar við erum á leiðinni í skólann á morgnanna. Smelltu hér til að sjá myndir úr heimsókninni.