Í þessari viku hafa nemendur fengið fræðslu um viðbrögð ef jarðskjálfti verður, en þá ber nemendum að skríða undir borð, standa kyrr upp við burðarvegg eða í dyrum. Viðbrögðin hafa verið æfð í stofum og í íþróttamiðstöð. Á morgun föstudag verða viðbrögðin æfð á sama tíma í öllum skólanum og farið yfir viðbragðsáætlun. Tilgangur æfingarinnar er að læra rétt viðbrögð, þjálfa nemendur og starfsfólk og auka öryggi allra í skólanum. Þess má geta að samkvæmt skipulagi almannavarna þá er skólinnn fjöldahjálparstöð fyrir Dalvík og mikilvægt að viðbragðsáætlun okkar sé skýr.