Nemendur 7. - 9. bekkjar hafa fengið valgreinaseðla fyrir næsta skólaár og síðasti skiladagur er 28. maí. Nemendur velja námskeið fyrir hverja önn, nemendur verðandi 8. bekkjar verða í einni valgrein á hverri önn en nemendur verðandi 9. og 10. bekkjar verða í tveimur valgreinum á önn.
Nemendur númera valgreinar fyrir hverja önn eftir frá 1-5. Athugið að lágmarksfjöldi í valgrein er 8 nemendur.
Nánari upplýsingar má finna með því að smella hér á valgreinahefti. Nánari upplýsingar um val nemenda veitir deildarstjóri eldra stigs, Friðrik Arnarson.
Valgreinahefti 2014-15