Þriðjudaginn 3. mars er áætlað að hafa útivistardag hjá 1.-4. bekk Dalvíkurskóla, ef veður leyfir. Nemendur fara í fjallið.
Mæting er við skíðaskálann Brekkusel klukkan 7:50 – 8:30, og eiga nemendur að setja sig þar í samband við umsjónarkennara. Búið verður að merkja svæði hvar hver bekkur á að geyma sitt dót. Nemendur eiga að koma vel klæddir, með hjálm, skíði, bretti, sleða eða þotur. (Munið að merkja allt vel). Ekki er leyfilegt að vera með dekkjaslöngur í fjallinu. Leyfilegt verður að vera á sleðum og þotum á ákveðnu svæði. Vel útilátið nesti er nauðsynlegt, skólinn býður upp á heitt kakó handa öllum. Munið eftir aukafötum (sokkum, vettlingum, peysu......) í bakpokann. Nauðsynlegt er að nemendur séu með HJÁLMA. Það er alfarið á ábyrgð foreldra ef krakkarnir koma hjálmlaus. Útivistardagur stendur frá kl. 8:00/8:30 – 13:30. Foreldrum er þó frjálst að sækja börn sín eftir kl. 12:00. Matur verður í Brekkuseli frá kl. 11:30 – 12:00.
Boðið verður upp á leigu á skíðabúnaði nemendum að kostnaðarlausu.
Ef veðrið verður andstyggilegt, rigning, rok eða stórhríð eiga nemendur að mæta í skólann og verður þá venjulegur skóladagur.
Munum að virða þær reglur sem gilda á skíðasvæðinu.
ATH ! Ef einhverjar athugasemdir eru endilega hafa samband við Katrínu/ eða Gísla