Útivistardagur á morgun föstudaginn 12. október

Ágætu foreldrar

 
Ef veður leyfir verður útivistardagur í Dalvíkurskóla á morgun föstudaginn 12. okt. Þá er áætlað að fella niður hefðbundna kennslu, en í staðinn fara kennarar í ferð með bekkina. Vegna þess hve blautt hefur verið í haust er útivistardagur seint á ferðinni og nokkrar breytingar eru á gönguleiðum:
 
  1. bekkur            Upp að Seltóftum eða upp í gil.
  1. bekkur            Fjöruferð, gengið austur að ós.
  1. bekkur       Fjöruferð, gengið austur að ós.
  1. bekkur            Upp á Melrakkadal
  1. bekkur            Upp á Melrakkadal
  1. bekkur            Stekkjarhús
  1. bekkur            Til Hríseyjar
  1. bekkur            Gengið í kringum Hrísatjörn og skilti plöstuð fyrir veturinn
  1. bekkur            Héðinsfjörður
  1.  bekkur          Holtsdalur
 
ATH !
 
Nauðsynlegt er að börnin séu vel klædd og skóuð eftir tilefni og ekki væri verra að hafa aukasokka í bakpokanum. Á svona dögum verða menn afar svangir og þá er mikið og gott nesti hið besta mál. Við vonumst til að veðurguðirnir leiki við hvern sinn fingur, en ef rignir mikið verður deginum frestað og börnin mæta þá í skólann með sínar töskur og tilheyrandi. Gaman væri ef einhverjir foreldrar sæju sér fært að koma með okkur. Kennsla samkvæmt stundaskrá hjá 1. – 4. bekk eftir hádegi.
 
                                                            Með kveðju, skólastjórnendur