Útivistardagur 1. - 7. bekkjar

Þar sem veðurútlit fyrir morgundaginn 8. mars er ekkert sérstakt en aftur á móti spáir einstaklega vel fyrir mánudaginn höfum við ákveðið að færa útivistardaginn til mánudagsins 11. mars.

 

Nemendur mæta beint upp í Brekkusel og til að minnka umferð er æskilegt að sameina í bíla. Krakkarnir mega koma á tímabilinu 7:50-8:30 upp í fjall.

 

Nauðsynlegt að vera vel klædd, með hjálm og eitthvað til að renna sér á sleða, þotu, skíði, bretti ......

Nemendur þurfa að vera vel nestuð en þau fá kakó að drekka og svo fá þau hádegismat í Brekkuseli.

 

Það má sækja krakkana á bilinu 12.00-13:30 en það er algerlega nauðsynleg að láta umsjónarkennara eða einhvern annan starfsmann vita þegar barnið er sótt.