Kæru foreldrar
Nokkrar breytingar verða á skólastarfinu a.m.k. næstu tvær vikur. Búið er að raða starfsfólki og nemendum niður í sóttvarnarhólf til að koma í veg fyrir að smit berist á milli í skólanum. Þetta hefur þau áhrif á skólastarfið að við þurfum að stytta skóladaginn lítillega. Skólinn byrjar kl. 8:00 hjá öllum nemendum og lýkur kl. 12.00. Boðið verður upp á mat fyrir þá sem eru í mataráskrift í hádegi, hádegismaturinn verður einfaldur þessa vikuna, nestistímar verða í stofum.
Verk- og valgreinar verða ekki kenndar á þessu tímabili. Nemendur 1.-4. bekkjar þurfa ekki að vera með grímur í kennslustundum og reynt verður að tryggja 2 metra á milli nemenda, þó svo að 2 m. reglan gildi ekki um yngstu nemendurna. Nemendur 5.-10. bekkjar þurfa að vera með grímur í tímum þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra regluna. Skólinn leggur nemendum og starfsfólki til grímur. Nemendur sem eiga margnota grímur mega gjarnan nota þær í skólanum.
Frímínútur verða ekki á hefðbundnum tíma en teymin ákveða hvenær hver bekkur fer út. Mikilvægt er að börnin séu klædd til útiveru og einnig vekjum við athygli á því að skólastofur verða loftræstar vel á milli tíma og því getur orðið svalt í þeim.
Skólaakstur verður með hefðbundnu sniði nema heimferð sem verður kl. 12. Í skólabíl gildar reglur um almenningsfarartæki og nemendur fá grímur um leið og þeir koma í skólabílinn að morgni og þegar þeir fara heim.
Frístund verður opin fyrir 1. og 2. bekk frá 12:00 til 16:00 fyrir börn sem þess þurfa. Gott ef foreldrar barna sem ætla að nýta sér þjónustu Frístundar láta skólann vita.
Við hvetjum foreldra að hafa sem minnstan samgang á milli nemenda að loknum skóladegi.
Með kveðju,
skólastjórnendur Dalvíkurskóla