Á vordögum buðu 4. bekkingar foreldrum, systkinum, ömmum og öfum til viðamikillar uppskeruhátíðar í skólanum. Tilefnið var að fagna lokum tveggja stórra vekefna sem við höfum unnið að síðustu mánuði, litlu upplestrarkeppninni í 4. bekk og þemaverkefni um landnáms Íslands. Á hátíðinni lásum við upp ljóð eftir Þórarinn Eldjárn og fróðleik um landnámið og landnámsmennina. Þegar upplestri var lokið var svo öllum frjálst að ganga um og skoða hin og þessi verkefni á veggjum og borðum. Hátíðin tókst afbragsvel og stóðu allir sig frábærlega, enda hafa allir tekið miklum framförum í upplestri og framsögn síðan við hófum litlu upplestrarkeppina. Kærar þakkir fyrir komuna mömmur, pabbar, systkini, ömmur og afar! Hér má sjá myndir.