UNICEF-hlaupið

UNICEF-hlaupið

Dalvíkurskóli hefur tekið þátt í fjáröflun á vegum UNICEF á vordögum undanfarin ár. Sl. vor viðraði ekki til söfnunarinnar og því var ákveðið að bæta úr því nú á haustdögum.

Stefnt er að því að hlaupa næsta föstudag, ef veður leyfir, annars frestum við því framyfir helgi.  Allir nemendur eru komnir heim með áheitaumslög, vonandi ganga áheitin vel eins og undanfarið.
Í morgun var kynning á starfsemi UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og því góða starfi sem félagið stendur fyrir í þróunarlöndum. Nemendur horfðu á myndband um dreng frá Pakistan, en þar hefur UNICEF unnið mikið og gott starf eftir flóðin 2010.
Allir nemendur skólans, um 250 talsins voru samankomnir á sal og var aðdáunarvert að sjá hvað þau hlustuðu vel og voru prúð allan tímann!
Linkurinn á myndbandið er hér, ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur þetta málefni nánar.