Eins og undanfarin ár ætla nemendur Dalvíkurskóla að safna peningum til styrktar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna með því að safna áheitum og hlaupa síðan á íþróttavellinum í eina klukkustund. Krakkarnir hafa vakið athygli fyrir mikla og góða þátttöku í þessari söfnun og hefur Dalvíkurskóli skarað framúr á landsvísu og safnað yfir fjórum milljónum fyrir UNICEF í gegnum árin. Mánudaginn 22. maí verður UNICEF dagurinn í skólanum og er það von okkar að söfnunin gangi eins vel og undanfarin ár.
Hér má sjá myndband sem UNICEF gerði í samstarfi við Ævar vísindamann til að kynna það starf sem UNICEF vinnur meðal barna í stríðshrjáðum löndum.