Tannverndarvika

Fyrsta vika febrúarmánaðar ár hvert er helguð tannvernd. Til að vekja athygli á tannverndarvikunni í skólaumhverfinu er samstarf við starfsfólk skóla afar mikilvægt og í áranna rás hefur verið lögð áhersla á gerð fræðsluefnis og verkefna um tannvernd. Í ár gefur Lýðheilsustöð út veggspjaldið „Þitt er valið“ sem ætlað er að auðvelda fólki á öllum aldri að átta sig á sýrustigi og sykurinnihaldi algengustu vatns-, ávaxta- og gosdrykkja á íslenskum markaði og mögulegum áhrifum þess á tannheilsu. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Lýðheilsustöðvar.