Dalvíkurskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 60-70% starf.
Hæfniskröfur:
- Stuðningsfulltrúamenntun æskileg
- Tilbúinn að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum aðferðum
- Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur
- Hefur frumkvæði og mentað í starfi og getu til að vinna í teymi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og nær vel til barna
- Tilbúinn að takast á við fjölbreyttar áherslur í skólastarfi
Dalvíkurskóli er 220 nemenda grunnskóli. Einkunnarorð skólans eru þekking, færni, virðing og vellíðan. Skólastarfið byggist á teymiskennslu starfsmanna. Í Dalvíkurskóla er lögð áhersla á að starfsfólki líði vel í starfi og þar er jákvæðni höfð að leiðarljósi. Allir skólar í Dalvíkurbyggð starfa eftir Uppbyggingastefnunni og flagga Grænfánanum.
Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið gisli@dalvikurbyggd.is fyrir 9. september 2016.
Upplýsingar gefur Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla á netfanginu gisli@dalvikurbyggd.is eða í símum 460 4980 / 863 1329