Stjörnufræðikynning

Nú í febrúar höfum við verið að vinna nokkuð stórt verkefni um reikistjörnurnar í 2. og 3. bekk. Krakkarnir í 3. bekk buðu foreldrum sínum á kynningu á verkefninu þegar því lauk. Lásu allir sögu um geimveru eða reikistjörnu fyrir foreldrahópinn og síðan sungu allir lag um reikistjörnurnar sem hringsnúast. Baksturshópur foreldra bauð uppá alls kyns bakkelsi með kaffinu á eftir og var þetta mjög notaleg stund sem við áttum saman í skólanum. Hér má sjá myndir frá kynningunni.