Mánudaginn 22. september fór 8. bekkur út í stærðfræðitíma. Hver hópur sem samanstóð af 3 nemendum átti að finna 5 hringi í umhverfinu og mæla bæði ummál og þvermál þeirra. Þegar þessu var lokið tók við smá umræða inn í kennslustofu um það hvað hugtakið hlutfall gæti þýtt. Eftir að við höfðum í sameiningu fundið út hvað hlutfall þýddi reyndum við að gera okkur grein fyrir því hvernig við gætum reiknað hlutfallið milli þvermáls og ummáls hrings. Bekkurinn komst að þeirri niðurstöðu að hlutfallið væri hversu oft við þyrftum að nota þvermálið til að fá sömu lengd á ummálið. Niðurstöðurnar úr þeirra mælingum voru misjafnar en endirinn varð að 3,13 og 3,17 komu oftast fyrir í mælingum bekksins og út frá því fengu þau þær upplýsingar að 3,14 væri hlutfallið eða táknið pí. Þetta verkefni var kveikjan að næstu vikum hjá okkur þar sem að við erum að fara að vinna mikið með hringinn og pí.