Dalvíkurskóla var slitið í dag við hátíðlega athöfn. Skólaslitin voru í þrennu lagi, fyrst fyrir 1. - 5. bekk, næst fyrir 6. - 8. bekk og að lokum fyrir nemendur 9. og 10. bekkjar. 27 nemendur voru útskrifaðir úr 10. bekk. Hanna Rún Hilmarsdóttir sópaði til sín verðlaunum fyrir góðan námsárangur í stærðfræði, ensku, dönsku og samfélagsfræði, jafnframt var hún með hæstu meðaleinkunn. Unnar Björn Elíasson náði bestum árangri í íslensku og Birta Dís Jónsdóttir var með hæstu meðaleinkunn í náttúrufræði auk þess að vera valin íþróttakona skólans. Íþróttamaður skólans var valinn Sindri Ólafsson. Dalvíkurskóli óskar öllum nemendum sínum alls hins besta í sumar og þakkar fyrir samstarfið í vetur. Hér má sjá myndir sem teknar voru á skólaslitum í dag.