Skólamatur 2017-18

Ágætu foreldrar

Niðurstaða útboðs á skólamat 2017-2020 nú í vor var að Blágrýti ehf. mun sjá um hádegismat fyrir grunnskólabörn í Dalvíkurskóla/Árskógarskóla.

Athygli er vakin á því að gjaldskráin er nú kr. 453,- fyrir hverja máltíð. Þá er veittur systkinaafsláttur, 20% vegna annars barns og 30% vegna þriðja barns.

Daglega er boðið uppá hollan og góðan mat ásamt því að boðið er uppá ávexti og ferskt salat auk annars meðlætis. Sjá má á heimasíðu Dalvíkurskóla matseðil fyrir næstu sex vikurnar.

Skráning í skólamat og mjólkuráskrift er rafræn og er hægt að nálgast skráningareyðublað á heimasíðu: https://www.dalvikurbyggd.is/dalvikurskoli/vidburdir/hadegismatur-og-mjolkuraskrift.

Þegar búið er að fylla út eyðublaðið er smellt á „skrá“ og er þá skráningu lokið. Frekari upplýsingar má sjá á eyðublaðinu.

Lykillinn að góðri þjónustu eru góð samskipti og við hvetjum því foreldra og nemendur að koma ábendingum og athugasemdum sem gætu bætt skólamatinn til Blágrýtis ehf. www.basaltbistro@gmail.com. Þannig getum við unnið saman að því að í skólanum sé boðið upp á hollan og góðan mat.