Kæru foreldrar
Þá er þessari sérstöku skólaviku lokið. Við vorum svo óheppin að fá smit inn í samfélagið hjá okkur en með samstilltu átaki allra aðila virðist hafa tekist að ná böndum á veiruna. Við þurfum áfram að vera vakandi og passa upp á sóttvarnir til að minnka líkur á að veiran nái sér aftur á strik hjá okkur.
Starfsfólk Dalvíkurskóla er vel undirbúið til að takast á við breyttar aðstæður í skólastarfi. Við sáum það í vor og við sjáum það aftur núna. Dalvíkurskóli vinnur eftir verkferlum og leiðbeiningum yfirvalda um skólahald við þessar aðstæður. Stjórnvöld hafa lagt ríka áherslu á að skólahald raskist sem minnst og það höfum við gert og tryggt að öryggi barna og smitvarnir séu eins góðar og kostur er. Dalvíkurskóli er því öruggur staður þrátt fyrir að enn séu einstaklingar í einangrun og sóttkví í sveitarfélaginu.
Í næstu viku verður kennt eftir sama fyrirkomulagi. Mikilvægt er að öll börn mæti í skólann sem ekki eru í sóttkví vegna tilmæla. Vinsamlega setjið ykkur í samband við stjórnendur skólans ef einhverjar spurningar vakna varðandi skólasókn.
Með kveðju,
skólastjórnendur Dalvíkurskóla