Það er til ógrynni jólasveina á Íslandi sem ekki hafa notið sömu vinsælda og þeir þrettán sem nú eru á leið til byggða. Nemendur 7. bekkjar hafa nú tekið suma þeirra óþekktari og búið til um þá vísur líkt og Jóhannes úr Kötlum gerði. Hér að neðan eru vísur af misjafnlegu geðslegum sveinum.
Reykjasvelgur kom fyrstur
strompana hana sá.
Hann hentist upp á þökin
og yfir reyknum lá.
Ef börnin voru óþæg,
þá var voðinn vís.
Hann út lungun sín reif
og lamdi börn og mýs.
Fannafeykir var fjórtándi
Í snjónum hann hljóp.
Hann ærslaðist um dalina
með kústskaft og sóp.
Snjórinn feykist út um allt
þegar hann hleypur mikið.
Fær hann sér þá meira malt,
hann ælir fyrir vikið.
Stigaflækir sá sextándi,
klaufalegur sá.
Hann læddist upp að stigunum,
alltaf braut hann þá.
Sextándi var Kleinusníkir.
Hann fór og stal kleinum.
Lúmskur lá hann í leyni
og hlífði ekki neinum.
Sautjándi var Guttormur
feykilega stór.
Hann læddist upp að kirkjunni
og horfði á kvennakór
Hann laumaðist að dyrunum,
með hnefanum braut.
Át allt sem var þar inni,
stundi svo og hraut.
Þambarskelfir sá átjándi
tók Þorláksmessugosið.
Þambaði það næstum allt
ef það var ekki frosið.
Lummusníkir sá átjándi,
lummur sér í krækti.
Borðaði þær í snatri,
svo í búrið mætti.
Sá nítjándi Stigaflækir
risinn sá.
Hann krækti í hverja tröppu
stiganum á.
Tuttugasti Svartiljótur
andlitið kuldalegt, svart.
Til Dalvíkur er fljótur
því á Dalvík er svo bjart.
Froðusleikir óttalegt flón
Nældi sér í froðu.
Fór með hana niðr´ í lón,
sleikti hana þar.
Flötnös brögðótt var,
hún sveimaði milli bæja.
Ef hún fann flotkar,
Í nefið fór að klæja
Hún upp að flotinu læddist
og saug í nösina.
Hún bara tuskum klæddist
og hljóp í kösina.
Kleinusníkir klókur var
að finna ilminn góða.
Stóran stafla´ af kleinum bar,
stundum tímdi að bjóða.