Nú í vor verða 10. bekkingar útskrifaðir samkvæmt nýju námsmati. Námsmatið byggir á hæfni nemenda við lok grunnskóla og yfirsýn yfir getu til að hagnýta sér þekkingu og leikni. Matið byggir ekki eingöngu á þekkingu nemandans eða leikni til að framkvæma, heldur getur hans til að skipuleggja, útskýra og nota hugtök um efni viðkomandi námsgreinar eða námssviðs. Skólum er nú gert að gefa nemendum einkunn í bókstöfum í íslensku, ensku, stærðfræði, Norðurlandamáli, listgreinum, verkgreinum, náttúrugreinum, skólaíþróttum, samfélagsfræðigreinum og upplýsinga- og tæknimennt. Hér er hægt að nálgast foreldrabækling um námsmatið. Einnig má lesa nánari útfærslu á námsmatinu í leiðbeiningabæklingi sem hægt er að nálgast á síðu Menntamálastofnunar.