Menntabúðir eru öflugt og árangursríkt tæki til endurmenntunar fyrir kennara, þar sem kennarar kenna hver öðrum ýmislegt sem tengist notkun upplýsingatækni í skólastarfinu. Dalvíkurskóli er hluti af #Eymennt ásamt fimm öðrum grunnskólum á Eyjafjarðarsvæðinu og skiptast skólarnir á að halda menntabúðir og bjóða öllum sem áhuga hafa á að koma og fræðast. Er þetta fjórða árið sem svona menntabúðir eru haldnar hér á Eyjafjarðarsvæðinu.
Næstu menntabúðir Eymennt verða hjá okkur í Dalvíkurskóla þriðjudaginn 19. mars.