Jolanta Brandt stuðningsfulltrúi í Dalvíkurskóla leiðbeinir áhugasömum í OSMO
Í gær voru haldnar í Dalvíkurskóla síðustu menntabúðirnar af sex sem haldnar hafa verið á Eyjafjarðarsvæðinu í vetur. Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Að verkefninu koma Hrafnagilsskóli, Brekkuskóli á Akureyri, Þelamerkurskóli, Dalvíkurskóli og Grunnskóli Fjallabyggðar og er það styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Reynslan hefur sýnt að menntabúðir eru frábær leið til að stuðla að auknu upplýsingaflæði meðal kennara, tengslamyndun og starfsþróun og hafa þær verið vel sóttar af kennurum og starfsfólki á öllum skólastigum.