Undanfarnar vikur hefur áherslan í 10.b í ensku í Dalvíkurskóla verið á fordóma og hvernig má berjast gegn þeim. Í upphafi ræddu kennari og nemendur saman um hvaða fordómar eru sýnilegir í þjóðfélaginu og heiminum. Eftir það unnu þau með ensku heitin til að efla orðaforðann. Einnig fengu þau fjölrit þar sem finna mátti lesskilning, ljóð og ritun. Öll þessi vinna var hugsuð sem undirbúningur fyrir stórt verkefni þar sem þau gátu nýtt sér áunna þekkingu og sinn eigin sköpunarkraft. Verkefnið var að hanna baráttuherferð gegn fordómum að eigin vali. Þau þurftu því að kynna sér vandamál sem fordómar hafa í för með sér, velta því fyrir sér hvernig hægt væri að berjast gegn þeim, hanna kynningarefni og búa til slagorð. Öll þessi vinna fór sem sagt fram á ensku. Í lokin héldu krakkarnir svo kynningu fyrir samnemendur sína og foreldra.
Hérna má sjá myndir frá kynningunni og tvö myndbönd sem dæmi um fjölbreytt verkefnaskil þessara skapandi nemenda.
https://www.youtube.com/watch?v=GzapICGL52Q&feature=youtu.be
https://www.youtube.com/watch?v=KguLegcjR7E