Í stærðfræði í 4. bekk vorum við að vinna með innkaupalista og peninga. Við settum upp svokallað markaðstorg. Krökkunum var skipt niður í 4 manna hópa og hver hópur átti að opna búð. Á markaðstorginu var t.d. ávaxtabúð, íþróttabúð, matvörubúð, dýrabúð og nammibúð. Krakkarnir föndruðu vörurnar sem voru til sölu í búðinni. Allar vörurnar voru verðmerktar og hver búð var að sjálfsögðu með peningakassa. Þegar undirbúningnum var lokið opnuðu búðirnar og hver nemandi fékk peningarveski (umslag) með 15.000 krónum svo þau gætu verslað á markaðstorginu. Einnig var skólastjórnendum boðið að koma í heimsókn og versla á markaðstorginu. Þetta var mjög lærdómsríkt og skemmtu bæði nemendur og kennarar sér einstaklega vel. Hér má sjá myndir.