Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninar verður haldin í Bergi þriðjudaginn 6. mars kl. 14:00. Stóra upplestarkeppnin er haldin árlega í 7. bekk. Hún hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember og lýkur í mars með lokahátíð. Markmið upplestarkeppninnar er að þjálfa vandaðan upplestur og lesa fyrir áheyrendur. Á lokahátíðinni í Bergi keppa Dalvíkurskóli og Grunnskóli Fjallabyggðar og lesa upp texta og ljóð. Hafa ber í huga að „keppnin“ er í raun aðeins formsatriði, nokkurs konar staðfesting á þeim árangri sem náðst hefur í skólastarfinu, og því miklu meir í ætt við uppskeruhátíð. Ekki skiptir máli hver sigrar, heldur það að tekist hafi að virkja nemendur til að vanda upplestur sinn um veturinn.
Fyrir hönd Dalvíkurskóla lesa Fannar Nataphum Sigurbjörnsson, Hjalti Trostan Arnheiðarson, Lárus Anton Freysson og Þröstur Ingvarsson.