Litla upplestrakeppnin var haldin í 4. bekk nú í apríl. Þetta er í annað sinn sem Dalvíkurskóli tekur þátt í þessu verkefni. Nemendur buðu samnemendum og foreldrum á sal og fluttu þar ljóð og sögur og einnig spiluðu nemendur á hljóðfæri. Litla upplestrakeppnin er ekki eiginleg keppni og byggir mest á samlestri.
Tilgangur með þessari keppni er að fá krakkana til æfa upplestur sem er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Eins er þetta góður undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem fer fram í 7. bekk. Nemendur stóðu sig afar vel og var þetta notarleg stund á sal.
Í kjölfarið buðu nemendur í 3. og 4. bekk uppá kynningu á verkefni sem þau hafa verið að vinna um himintunglin og einnig hönnuðu nemendur sína eigin fantasíuplánetu og kynntu heimastofum.
Hér má sjá myndir frá upplestrinum og kynningunni.