Nemendur 3.-4. bekk voru beðin að gera leyniverkefni fyrir Dalbæ. Addi Sím kom að máli við Skapti myndmenntakennara og spurði hvort við í myndmennt gætum gert eitthvað fallegt fyrir íbúana á Dalbæ. Var þessari bón tekið með opnum örmum. Hugmyndin var að teikna gömlu jólasveina og mála þá. Farið var svo á föstudaginn 12. des og myndirnar afhentar. Eftir stutta athöfn og söng fengu nemendur piparkökur og djús. Tveir af jólasveinunum voru veðurteftir en lofuðu að koma eftir áramót.
Hérna eru myndirnar ásamt stuttu myndbandi. Kveðja Skapti og nemendur 3-4 bekk.