Leiklistarval setur upp sýningu í samstarfi við Leikfélag Dalvíkur

Leiklistarval setur upp sýningu í samstarfi við Leikfélag Dalvíkur

 

Í samstarfi við Leikfélag Dalvíkur sýnir leiklistarval 10. bekkjar Dalvíkurskóla leikritið:

„ Fáránlega fine“

Þetta er skemmtilegt leikrit sem fjallar um unglinga sem eru að glíma við öll helstu vandamál unglingsáranna. Flestrar stelpurnar í bekknum virðast hrífast af sama stráknum og er það ekki alltaf auðvelt. Öllum brögðum er beitt til þess að fá vinsælasta strákinn á sitt band.
Kjaftasögur og stelpudrama eru meðal vandamála sem unglingarnir standa frammi fyrir. Sumt ná þau að leysa og annað ekki.

Sýningar eru:

Generalprufa föstudaginn 24. jan kl 14:00. Nemendur 10. bekkjar velkomnir.

1.     sýning laugardaginn 25. jan kl 14:00 - frumsýning
2.     sýning laugardaginn 25. jan kl 16:00
3.     sýning mánudaginn 27. jan kl 18:00
4.     sýning þriðjudaginn 28. jan kl 20:00
5.     sýning miðvikudaginn 29. jan kl 18:00
6.     sýning fimmtudaginn 30. jan kl 20:00

Sýningar fara fram í Ungó. Miðasala hefst miðvikudaginn 22. janúar.
Miðasalan er opin allan virka daga milli 18:00 og 21:00. Sími miðasölu er: 868-9706.
Miðaverð er 1000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn á leikskóla- og grunnskólaaldri.
Ágóði af sýningunni rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.

 Þess má geta að orðbragð og atriði í leikritinu eru ekki við hæfi yngri barna.

 Leikritið er sköpunarverk nemendanna sjálfra en þeir nutu leiðsagnar kennaranna og Andreu Ragúels og Tone Maria.