Í dag 4. október hefst námsmatsvika í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar og stendur til 14. október. Námsmatið, leiðsagnarmat, er unnið í Mentor sem gefur okkur möguleika að vinna námsmatið rafrænt. Kennarar vinna leiðsagnarmatið í námsmatsvikunni og föstudaginn 14. október verður opnað fyrir aðgang foreldra sem geta þá skoðað matið í Mentor. Þeir sem vilja geta prentað námsmatið út, en skólinn mun ekki senda útprentað námsmatsblað heim. Umsjónarkennarar munu hafa samband við foreldra eftir þörfum.
Nemendur 7.-10. bekkjar taka þátt í námsmatinu og meta frammistöðu sína ásamt foreldrum. Til þess fara nemendur inn á svæðið sitt í Mentor, velja leiðsagnarmat.
Gleymd eða glötuð lykilorð má nálgast hjá rita skólans.