Kynningarfundur

Fimmtudaginn 3. október klukkan 17:00 munu verkefnastjórar sérkennslu og Bjarni tölvuumsjónarmaður verða með kynningarfund á uppsetningu og notkun einfalds tæknibúnaðar fyrir einstaklinga með lestrarörðugleika. Kynningin fer fram í sal Dalvíkurskóla. Allir eru velkomnir á fundinn. Foreldrar barna sem þurfa á lestraraðstoð að halda eru sérstaklega hvattir til að mæta.