Starfsfólk skólans hóf skólaárið á tvegga daga námskeiði hjá Joel Shimoji um Uppbyggingarstefnuna. Ásamt okkur var Grunnskóli Fjallabyggðar með okkur á námskeiðinu. Einnig hafa kennarar skólans verið á námskeiði í Orði af orði sem er kennsluaðferð sem nýtist í öllum námsgreinum og byggist á að vinna með tungumálið á markvissan hátt, merkingu þess, auka orðaforða og lesskilning nemenda. Síðasta námskeiðið á þessum fyrstu dögum verður fordómafræðsla.
Föstudaginn 17. ágúst mun starfsfólk skólans halda í náms- og kynnisferð til Finnlands, nánar tiltekið til vinarbæjar okkar Borgå. Við mætum svo aftur í skólann föstudaginn 24. ágúst.