Jólafrí

Jólafrí

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í skólanum í morgun með helgileik, jólasveinum, jóladansi og jólapökkum. Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða, minnum við á að skólahald hefst aftur að loknu jólafríi mánudaginn 6. janúar.