Síðustu tvær vikur höfum við í 1.EoE unnið að fróðlegu og skemmtilegu verkefni um húsdýr. Við unnum í fimm hópur og hver hópur leysti alls kyns verkefni um eitt ákveðið húsdýr, ýmist kýr, kindur, svín, hesta eða hænur. Meðal annars var unnið með lykilorð, fróðleiksmolum raðað saman úr sundurklipptum setningum, skrifaðir orðalistar með dýraheitum og dýranöfnum og útbúin mynda- og textakort. Einnig horfðum við á tvö áhugaverð myndbönd um húsdýr og skoðuðum húsdýravef Námsgagnastofnunar. Hér má sjá myndir af duglegum krökkum og verkefnum þeirra.