Hrókurinn safnar fötum og skóm fyrir börn á Grænlandi

Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins hafa sett að af stað söfnun á fötum og skófatnaði fyrir börn og ungmenni í Ittoqqortoormiit, í samráði við skólastjórnendur og aðra vini í þessu litla grænlenska þorpi, sem er vinabær Dalvíkur.

 

Þar sem að Dalvíkurbyggð er vinarbær viljum við endilega hjálpa til og að taka á móti fötum í Dalvíkurskóla miðvikudaginn 17. september frá kl. 17:00 – 19:00. Gengið inn um aðalinngang Dalvíkurskóla.