Nemendur Dalvíkurskóla söfnuðu 503.827 krónum til styrktar UNICEF.
Fyrir þann pening getur UNICEF til dæmis:
· Keypt 20.888 skammta af bóluefni gegn mænusótt
· Keypt námsgögn fyrir 7.739 börn
· Keypt 8.323 poka af jarðhnetumauki. Jarðhnetumaukið fá börn sem eru vannærð. Oftast þurfa þau ekki meira en 3 poka á dag í nokkrar vikur til að ná fullum bata.
· Keypt 18 skóla í kassa. Skóli í kassa er stálkassi með öllum nauðsynlegum námsgögnum sem þarf fyrir eina kennslustofu.
· Keypt níu vatnsdælur sem geta skipt sköpum fyrir samfélög þar sem langt þarf að fara til að sækja vatn. Börn eru oft sett í slík verk og komast því ekki í skóla. Vatnsdælur geta því skipt miklu máli fyrir börn og nám þeirra.
· Keypt tvö neyðartjöld. Neyðartjöldin nýtast t.d. sem kennslustofur eða barnvæn svæði í flóttamannabúðum.
Eins og sést á þessari upptalningu þá getur féð sem krakkarnir söfnuðu nýst til margra góðra verka! Margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt.
Talsmenn Unicef á Íslandi þakka Dalvíkurskóla fyrir þátttökuna í ár.