Nemendur í 9. bekk stóðu sig vel við ruslatínsluna
Síðasta skóladag vetrarins (að frátöldum skólaslitunum) gengu nemendur Dalvíkurskóla um allan bæ með sól í sinni og tíndu upp rusl sem á vegi þeirra varð. Að ruslatínslu lokinni mættu foreldrar á svæðið og grilluðu pylsur ofan í alla þrátt fyrir rigningu. Þessi góða hefð, að hreinsa bæinn af rusli, hefur verið við lýði hér við skólann "síðan elstu menn muna" og teljum við að nemendur verði enn meðvitaðri um umhverfi sitt og umgengni um bæinn okkar með þessu móti.