Háskólalestin verður með vísindaveislu í Tjarnarborg í Ólafsfirði laugardaginn 12. maí frá kl. 12–16. Ottó Elíasson, fyrrum nemandi í Dalvíkurskóla, og Ari Ólafs prófessor við HÍ leggja sérstaka áherslu á eðlisfræði á laugardag. Þeir verða með mýgrút af dóti og uppstillingum til að þreifa á og öðlast þannig dýpri skilning á náttúrunni í kringum okkur. Auk þess verður Ottó líka með eitthvert stjörnufræðidót meðferðis.
Þá mun sprengjugengið alræmda halda tvær sýningar yfir daginn. Fólk úr japönsku og tómstundafræðum verður með kynningu o.fl o.fl.
Við hvetjum alla sem tök hafa á að heimsækja Tjarnarborg á milli 12 og 16 á laugardag, því ekkert er skemmtilegra en að fá að þreifa á vísindunum og fá svör við spurningum.